Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 29. júlí 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Getur ekki beðið um meiri stuðning
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er gríðarlega sáttur með félagaskiptaglugga félagsins í sumar.

United er búið að festa kaup á kantmanninum Jadon Sancho, og þá er félagið einnig búið að komast að samkomulagi við Real Madrid um kaupin á Raphael Varane.

Solskjær segist í raun ekki geta beðið um meiri stuðning frá yfirmönnum sínum.

„Þeir tveir leikmenn sem við erum búnir að fá, þeir munu gera mikið fyrir okkur, bæði á þessu tímabili og til langtíma," sagði Solskjær eftir jafnteflið gegn Brentford í æfingaleik í gær.

„Sem stjóri, þá geturðu ekki beðið um meiri stuðning í ljósi þess hve snemma okkur hefur tekist að fá þessa leikmenn."
Athugasemdir