D-deildarlið Grimsby Town er óvænt komið í forystu gegn Man Utd í enska deildabikarnum, en kannski ekkert svo óvænt miðað við byrjun leiksins.
Grimsby-menn hafa mætt grimmir til leiks og boðið upp á öfluga pressu.
Man Utd hefur skapað sér fá færi þegar þetta er skrifað, en það er Grimsby sem leiðir.
Darragh Burns fékk boltann hægra megin við teiginn, flengdi honum á fjær á Charles Vernam sem tók við honum áður en hann setti hann upp við nærstöng. Andre Onana virtist vera með nærhornið upp á tíu, en svo var greinilega ekki og Grimsby komið í forystu.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir