Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. september 2022 23:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Calvert-Lewin loksins að verða klár í slaginn
Mynd: EPA

Dominic Calvert-Lewin framherji Everton hefur verið ansi óheppinn með meiðsli að undanförnu en hann virðist vera að ná sér.


Everton hefur verið í vandræðum á þessari leiktíð og hefur þurft á Calvert-Lewin að halda. Lampard nældi í Neal Maupay í sumar til að fylla skarð Calvert-Lewin.

„Ég vil fá hann sem fyrst til baka og hann vil l það líka. Ég veit hvernig leikmenn eru þar sem ég var í þeirra sporum, ég myndi segja stjóranum að ég væri klár því ég myndi vilja spila," sagði Lampard.

„Við höfum hins vegar átt opinskátt samtal, ég, Dominic og læknateymið til að sjá til þess að hann komi til baka í sem besta standi. Þetta er langt tímabil og ég vil ekki að hann snúi of snemma til baka."

Calvert-Lewin hefur aðeins leikið 18 leiki á rúmu ári en Lampard vonast til að hann geti farið að spila á næstunni.

„Hann er ekki tilbúinn fyrir helgina, ég er nokkuð viss um að hann muni vera klár í næstu viku. Þá verður mikilvægt að hann haldist heill fyrir næstu átta leiki og sjá hvað við getum fengið út úr honum."


Athugasemdir
banner
banner
banner