Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 29. nóvember 2019 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Schalke upp að hlið Gladbach á toppnum
Mynd: Getty Images
Schalke 04 2 - 1 Union Berlin
1-0 Benito Raman ('23 )
1-1 Marcus Ingvartsen ('36 , víti)
2-1 Suat Serdar ('86 )

Það fór einn leikur fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld og var það Schalke sem stóð uppi sem sigurvegari í honum.

Schalke tók á móti Union Berlín í Gelsenkirchen. Benito Raman kom Schalke yfir á 23. mínútu, en Marcus Ingvartsen jafnaði úr vítaspyrnu fyrir nýliðana á 36. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-1.

Staðan var 1-1 alveg fram á 86. mínútu, en þá komst Schalke aftur yfir. Suat Serdar, sem varð landsliðsmaður í Þýskalandi í síðasta mánuði, skoraði sigurmarkið.

Lokatölur 2-1 og er Schalke komið upp að hlið Gladbach á toppi deildarinnar. Toppbaráttan er gríðarlega jöfn. Union Berlín er í 11. sæti með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner