Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. nóvember 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hollenska VAR leyfir sóknarmanni að njóta vafans
Mynd: Stöð 2 Sport - Skjáskot
Myndbandsdómgæslukerfið VAR hefur fengið mikla gagnrýni víða um heim og þá sérstaklega í enska boltanum.

Áhorfendur, leikmenn og þjálfarar eru flestir ósáttir með þá staðreynd að sóknarmenn fái ekki lengur að njóta vafans þegar það kemur að erfiðum ákvörðunum. Til eru dæmi þar sem sóknarmenn eru millimeter fyrir innan aftasta varnarmann og fá ekki dæmt löglegt mark vegna rangstöðu, en þetta getur ekki gerst með kerfinu sem notað er í Hollandi.

Línurnar sem eru notaðar til að úrskurða um rangstöðu eru einfaldlega gerðar breiðari, eða 5cm, og ef þær snertast þá mun VAR-herbergið ekki breyta ákvörðun dómarateymisins. Sóknarmaður getur því í raun verið nokkrum sentimetrum fyrir innan og samt skorað löglegt mark.
Athugasemdir
banner
banner