Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   sun 29. nóvember 2020 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Celta skellti Granada - Jafnt í Getafe
Tveimur leikjum var að ljúka í spænska boltanum þar sem Celta Vigo nældi sér í langþráðan sigur.

Celta tók á móti Granada og sýndi mikla yfirburði í leiknum. Gestirnir frá Granada komust yfir í fyrri hálfleik en Nolito var snöggur að jafna.

Celta komst nálægt því að taka forystuna nokkrum sinnum áður en Miguel Baeza og Fran Beltran náðu að koma knettinum í netið á lokakaflanum og tryggja verðskuldaðan 3-1 sigur.

Celta er aðeins með 10 stig eftir 11 umferðir, en þetta var þriðja tap Granada í röð og er liðið með 14 stig.

Celta Vigo 3 - 1 Granada
0-1 Suarez Charris ('25)
1-1 Nolito ('27)
2-1 Miguel Baeza ('81)
3-1 Francisco Beltran ('85)
Rautt spjald: Okay Yokuslu, Celta ('98)

Getafe tók þá á móti Athletic Bilbao og leiddu gestirnir frá Baskalandi eftir jafnan fyrri hálfleik.

Getafe var betra liðið í síðari hálfleik en fékk ekki sérlega mikið af færum.

Angel nýtti þó eitt þeirra til að jafna og urðu lokatölur 1-1.

Liðin eru jöfn um miðja deild, með 13 stig eftir 10 umferðir.

Getafe 1 - 1 Athletic Bilbao
0-1 Asier Villalibre ('9)
1-1 Angel ('75)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 19 10 4 5 23 20 +3 34
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 19 7 8 4 25 20 +5 29
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
13 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
14 Sevilla 19 6 2 11 24 30 -6 20
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 21 28 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 18 3 5 10 21 30 -9 14
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner
banner