Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. nóvember 2021 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Ballon d'Or: Alexia Putellas besti leikmaður ársins
Alexia Putellas er vel að verðlaununum komin en hún vann þrennuna með sterku liði Barcelona
Alexia Putellas er vel að verðlaununum komin en hún vann þrennuna með sterku liði Barcelona
Mynd: EPA
Spænska landsliðskonan Alexia Putellas er besti leikmaður ársins í kvennaflokki en hún hlaut gullknöttinn á hátíð Ballon d'Or í París í kvöld.

Putellas, sem er 27 ára gömul, er fyrirliði Barcelona en hún vann þrennuna með liðinu á síðustu leiktíð.

Barcelona vann deildina, Meistaradeildina og spænska bikarinn og átti Putellas magnað tímabil og skoraði 26 mörk í 42 leikjum.

Hún var einnig valin leikmaður ársins af UEFA en Putellas hafði betur gegn Samantha Kerr hjá Chelsea og liðsfélaga sínum, Jennifer Hermoso.

Putellas er þriðja konan sem vinnur þessi verðlaun. Ada Hegerberg vann fyrst árið 2018 og þá vann Megan Rapinoe árið 2019 fyrir árangur hennar með bandaríska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner