Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. nóvember 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Uppáhald stuðningsmanna sneri aftur
Eberechi Eze er 23 ára.
Eberechi Eze er 23 ára.
Mynd: Getty Images
Eberechi Eze lék á laugardag sinn fyrsta úrvalsdeildarleik á tímabilinu en hann kom inn sem varamaður hjá Crystal Palace í 1-2 tapleik gegn Aston Villa þegar hálftími var eftir.

Eze sleit hásin á æfingu í maí og hefur verið lengi frá. Stuðningsmenn Palace glöddust mikið yfir því að sjá þennan skemmtilega sóknarmiðjumann aftur á vellinum.

„Hann er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum og hefur verið að vinna virkilega vel. En við vitum að þegar leikmaður er frá í sjö mánuði þá mun taka hann tíma að ná sínu besta fram," segir Patrick Vieira, stjóri Palace.

„Hann lítur betur út með hverri viku og það er góð þróun. En við ættum ekki að búast við miklu frá honum þessa fyrstu tvo mánuði eftir endurkomuna. Það er gott að fá hann aftur út á völlinn en það þarf að sýna þolinmæði."

Palace er í ellefta sæti en liðið heimsækir Leeds annað kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner