Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 29. nóvember 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þór/KA kynnir stórt þjálfarateymi
Kvenaboltinn
Glæsilegt teymi
Glæsilegt teymi
Mynd: Thorka.is

Jóhann Kristinn Gunnarsson var ráðinn þjálfari Þór/KA eftir að Jón Stefán Jónsson og Perry McLachlan hættu með liðið.


Pétur Heiðar Kristjánsson mun vera aðstoðarþjálfari ásamt því að þjálfa 2. flokk og vera afreksþjálfari yngri flokka.

Þór/KA kynnti nýjan stórann þjálfarahóp sem mun sjá um allskonar þjálfun allra flokka innan félagsins.

Birkir Hermann Björgvinsson verður aðstoðarþjálfari Péturs í 2. flokki. Siguróli Kristjánsson, betur þekktur sem Moli, verður yfirmaður knattspyrnumála og hugarfarsþjálfari.

Aron Birkir Stefánsson markvörður karlaliðs Þórs mun verða markvarðarþjálfari allra flokka. Hulda Björg Hannesdóttir leikmaður Þór/KA verður annar af aðalþjálfurum 3. flokks en Ágústa Kristinsdóttir verður með henni ásamt því að vera yfirþjálfari yngri flokka.

Þá verða Egill Ármann Kristinsson og Sigurbjörn Bjarnason styrktarþjálfarar.


Athugasemdir
banner