Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mið 29. nóvember 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Reyndar fer hægri bakvörðurinn alltaf í taugarnar á mér"
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
„Mér líst bara vel á þetta," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíku, er hann talaði um Liverpool í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

Heimir er stuðningsmaður Liverpool sem hefur farið nokkuð vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Það voru miklar efasemdir í garð Liverpool í sumar þar sem liðið var lengi að klára sín mál á leikmannamarkaðnum, en það hefur gengið vonum framar á tímabilinu.

Heimir er ánægður með tímabilið til þessa en hann segir að Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður liðsins, fari stundum í taugarnar á sér.

„Reyndar fer hægri bakvörðurinn alltaf í taugarnar á mér. Mér finnst Trent vera slakur varnarlega. Það eru alltof mörg lið sem spila upp á það. Ég held að Klopp viti samt meira en ég um þetta lið."

„Ég treysti honum alveg til að velja þetta lið. Það sem hann hefur gert núna á stuttum tíma... að koma öllum inn í kerfið þegar það eru búnar að vera hræringar á öllu. Ég er bjartur og ekki bara fyrir þetta ár, heldur næstu ár líka."

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Heimir Hallgríms gestur
Enski boltinn - Ungverjinn upplifði mikinn hita, mikla reiði og sturlað mark
Athugasemdir
banner
banner
banner