Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mið 29. nóvember 2023 14:05
Elvar Geir Magnússon
Sakaður um að hafa tekið upp samfarir án leyfis
Hwang Ui-jo í leik með Suður-Kóreu.
Hwang Ui-jo í leik með Suður-Kóreu.
Mynd: EPA
Fótboltasamband Suður-Kóreu hefur sett framherjann Hwang Ui-jo í bann frá landsliðinu á meðan rannsakaðar eru ásakanir í hans garð.

Hwang er sakaður um að hafa dreift myndbandi af samförum sínum við fyrrum kærustu sem hann tók upp á símann sinn án hennar samþykkis.

Hwang spilar fyrir Norwich á lánssamningi frá Nottingham Forest og skoraði í 3-2 tapi gegn Watford í gær.

Leikmaðurinn neitar sök en breska ríkisútvarpið segir að Norwich, sem spilar í Championship-deildinni, sé meðvitað um ásakanirnar og fylgist með gangi mála.

Fótboltasamband Suður-Kóreu segist ætla að bíða eftir að niðurstöðu úr lögreglurannsókn áður en Hwang verði hleypt aftur í landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Jurgen Klinsmann segist styðja ákvörðun sambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner