Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fös 29. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
KSÍ hvetur konur til að sækja um
Mynd: KSÍ
Mynd: KSÍ
KSÍ er í leit að nýjum aðila sem getur tekið að sér mikilvægt starf innan sambandsins sem aðal- og aðstoðarþjálfari í yngriflokkum kvenna.

KSÍ auglýsir eitt stöðugildi fyrir aðalþjálfara U16 og U17 landsliða kvenna, sem myndi jafnframt starfa sem aðstoðarþjálfari U19 landsliðs kvenna.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið KSÍ A gráðu í þjálfaramenntun og nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku, ensku og hvers kyns tölvuvinnslu, auk hæfni til að nota tæknibúnað sem KSÍ notar til greiningarvinnu og gagnasöfnunar.

Hugmyndafræði yngri landsliða er lýst í afreksstefnu KSÍ. Öll landsliðin vinna eftir afreksstefnunni en hafa þó hvert um sig sína hugmyndafræði þar sem m.a. kemur fram leikskipulag og leikstíll liðsins, hlutverk liðsins í heild sinni, hlutverk hverrar línu og hverrar stöðu. Einnig er fjallað um hvaða gildum er unnið eftir á mismunandi aldri.

Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Jörundur Áki Sveinsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ.

Afreksstefna KSÍ

Stefnumótun KSÍ

Jafnréttisstefna KSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner