Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 30. janúar 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benfica pirrar sig mikið á aðferðum Chelsea
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: EPA
Chelsea hefur ákveðið að fara aftur í eltingarleik við miðjumanninn Enzo Fernandez eftir að hafa mistekist að landa honum fyrr í glugganum.

Fernandez átti mjög gott heimsmeistaramót með Argentínu en hann þykir einn mest spennandi miðjumaður í heimi.

Chelsea vill kaupa hann og hefur stungið upp á því að borga 120 milljónir evra fyrir hann, sem er riftunarverðið í samningi hans. En Chelsea er jafnframt með þá uppástungu að borga verðið í mörgum mismunandi greiðslum til þess að komast hjá því að brjóta fjármálareglur UEFA.

Benfica ætlar ekki að taka tilboði sem felur í sér að dreifa greiðslum og er félagið orðið mjög svo pirrað á því hvernig Chelsea hefur ítrekað truflað leikmanninn. Frá þessu segir fjölmiðlamaðurinn Duncan Castles.

Félagaskiptaglugginn lokar á morgun og er erfitt að sjá það fyrir sér að Chelsea takist að landa Fernandez.


Athugasemdir
banner
banner
banner