Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Borgarstjórinn í London óttast aukna smithættu: Ég þekki mannlegt eðli
Mynd: Getty Images
Sadiq Khan, borgarstjórinn í London, óttast að endurræsing ensku úrvalsdeildarinnar muni senda af stað aðra bylgju af Covid-19 smitum.

Úrvalsdeildin á að fara aftur af stað 17. júní og segist Khan óttast að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvanga og auki þannig smithættu.

„Ég er smeykur við gjörðir sem gætu leitt til þess að veiran breiðist aftur út. Við megum ekki gefa veirunni tækifæri til að brjótast aftur út," sagði Khan.

„Ég verð að viðurkenna eitt. Þrátt fyrir að vera úr suðurhluta London held ég með Liverpool og þess vegna er lítill hluti heilans sem vill að úrvalsdeildin fari aftur af stað. Stærri hluti heilans segir mér að öryggið ætti að vera í fyrirrúmi.

„Það er fátt skemmtilegra en að horfa á fótbolta og það gæti lyft ensku þjóðinni upp en ég þekki mannlegt eðli. Stuðningsmenn munu mæta til að fylgjast með liðsrútunum koma og fara og kaupa boli og trefla.

„Við getum ekki leyft því að gerast að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvangana. Tottenham á bráðum leik við Arsenal og það er gríðarlega mikilvægt að félögin starfi náið með lögreglu til að koma í veg fyrir harmleik."


Sjá einnig:
Borgarstjórinn í London lætur Mourinho heyra það
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner