Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 30. maí 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn á Ítalíu vilja ekki spila á daginn
Mynd: Getty Images
Ítalska fótboltatímabilið fer aftur af stað eftir tvær vikur þegar undanúrslit bikarsins eiga sér stað.

Tólf umferðir eru eftir af deildartímabilinu og því mikið af leikjum framundan og hafa ítölsku leikmannasamtökin gefið skýrt út að leikmenn munu ekki samþykkja að spila þegar sólin er sem hæst á lofti.

Hægt er að búast við yfir 40 stiga hita í sól þegar sem heitast er yfir daginn og ljóst að þetta mun valda skipuleggjendum miklum hausverk þegar kemur að því að staðfesta leiktíma í sumar, sérstaklega vegna sjónvarpssamninga. Erfitt verður að hámarka sjónvarpstekjur ef leikmenn neita að spila hluta dagsins.

„Við verðum að vernda heilsu og öryggi leikmanna í sumar. Það er ómögulegt að hefja leiki klukkan 16:00 vegna hitans. Þetta á bæði við um suðrið og norðrið," segir Umberto Calcagno, varaforseti leikmannasambandsins á Ítalíu.

„Ég mæli með því að leikir sem eiga að fara fram klukkan 16:00 verði færðir á auðu kvöldin í dagatalinu."

Líklegt er að leikmenn í spænsku deildinni fari sömu leið enda getur orðið hættulega heitt þar í landi.

Líklegt er að leikmenn neiti að spila frá klukkan 13 til 17 á daginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner