Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   þri 30. maí 2023 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Navas: Vonandi vinnum við fyrir Sergio Rico
Mynd: Getty Images

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram á morgun þar sem Roma mætir Sevilla.


Sevilla er mjög sigursælt í keppninni en liðið hefur hampað titlinum sex sinnum.

Jesus Navas fyrirliði liðsins er klár í slaginn.

„Ég er frá Sevilla svo ég átta mig á mikilvægi þess að vera hér. Að ná einhvejru svona stóru væri stórkostlegt," sagði Navas.

Sergio Rico fyrrum markvörður Sevilla er á sjúkrahúsi eftir að hafa dottið af hestbaki á dögunum. Þá er Nemanja Gudelj að ganga í gegnum erfiða tíma eftir að konan hans missti fóstur en Sevilla ætlar að vinna fyrir þá.

„Vonandi getum við gefið Nema Gudelj og Sergio Rico sigur en þeir eru að ganga í gegnum erfiða tíma," sagði Navas.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner