Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. maí 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Tottenham ákveðið í að halda Kane - PSG gæti gert tilboð í Ödegaard
Powerade
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: EPA
Kane, Mount, Rice, Ödegaard, Maddison, Firmino, Carvalho og fleiri í slúðurpakka dagsins í boði Powerade. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Tottenham er ákveðið í því að halda Harry Kane (29) í sumar. Manchester United reynir að fá enska landsliðsfyrirliðann en Daniel Levy vill ekki selja hann til keppinauta í ensku úrvalsdeildinni. (Mirror)

Erik ten Hag telur að hann geti fengið Mason Mount (24) frá Chelsea í sumar en nauðsynlegt er að styrkja Manchester United í sumar. (Telegraph)

Bayern München er tilbúið að borga 95 milljónir punda fyrir enska miðjumanninn Declan Rice (24) hjá West Ham en þýska félagið mun samkeppni frá Arsenal. (Mirror)

Paris St-Germain hefur áhuga á að gera óvænt tilboð í norska miðjumanninn Martin Ödegaard (24), fyrirliða Arsenal. (Mail)

Tottenham, Newcastle og Arsenal eru meðal úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á James Maddison (26) hjá Leicester. Enski miðjumaðurinn gæti verið seldur fyrir um 40 milljónir punda. (Mirror)

Crystal Palace hefur sett sig í samband við Graham Potter (48), fyrrum stjóra Chelsea og Brighton, varðandi stjórastarf sitt. Franska félagið Nice hefur einnig áhuga á Englendingnum. (Footmercato)

Brighton hefur fengið til sín þýska miðjumanninn Mahmoud Dahoud (27) á frjálsri sölu frá Borussia Dortmund. (Fabrizio Romano)

Liverpool hefur hafnað tilboði að utan í portúgalska sóknarmiðjumanninn Fabio Carvalho (20) en Liverpool er bara tilbúið að skoða lánstilboð. (Athletic)

West Ham er fremst í kapphlaupinu um James Ward-Prowse (28) en Southampton verðleggur enska miðjumanninn á 40 milljónir punda. (Sun)

Newcastle er bjartsýnt á að geta fengið brasilíska miðjumanninn Bruno Guimaraes (25) til að skrifa undir nýjan samning á St James' Park, þrátt fyrir áhuga Barcelona. (90min)

Brasilíski framherjinn Roberto Firmino (31), sem mun yfirgefa Liverpool í sumar, vill sjá hvort hann passar í áætlanir Real Madrid áður en hann tekur ákvörðun um að flytja til Spánar. (Mail)

Xavi, stjóri Barcelona, segist vera að ræða við Lionel Messi (35) um sögulega endurkomu á Nývang. (Standard)

Jorge, faðir og umboðsmaður Mess, hefur samþykkt tveggja ára samning við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. (Footmercato)

Chelsea hefur hafið viðræður um kaup á úrúgvæska miðjumanninum Manuel Ugarte (22) hjá Sporting Lissabon. (90min)

Argentínski landsliðsmaðurinn Alexis Mac Allister (24) og ekvadorski landsliðsmaðurinn Moises Caicedo (21), báðir hjá Brighton, eru einnig á blaði hjá Chelsea. (Guardian)

Bandaríski miðjumaðurinn Brenden Aaronson (22) er með riftunarákvæði í samningi sínum við Leeds eftir fall liðsins. Búist er við því að hann yfirgefi Elland Road í sumar. (Athletic)

Crystal Palace íhugar að gera lánstilboð í enska miðjumanninn Lewis Hall (18) hjá Chelsea. (Mail)

Everton hefur áhuga á El Bilal Toure (21), malískum sóknarmanni Almeria. (Mail)

Napoli er í viðræðum við Luis Enrique, fyrrum stjóra Barcelona og Spánar. Luciano Spalletti lætur af störfum þrátt fyrir að hafa gert liðið að Ítalíumeisturum á tímabilinu. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner