Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2020 18:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evra: Enginn varnarmaður ræður við Martial
Martial var sjóheitur gegn Sheffield.
Martial var sjóheitur gegn Sheffield.
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, fyrrum vinstri bakvörður Manchester United, er sérfræðingur fyrir leik liðsins gegn Brighton í kvöld.

Hann hrósar landa sínum, Anthony Martial, sem skoraði þrennu gegn Sheffield United í síðustu umferð úrvalsdeildarinnar, í hásert.

„Ég elskaði að sjá United gegn Sheffield, Martial skoraði þar sína fyrstu þrennu. Það má líta á þetta sem tímamót, United mun fá það besta út úr honum, ekki vegna þrennunnar heldur vegna þess að hann vill 100% vera hjá félaginu núna," segir Evra og heldur áfram.

„Hann getur gjörsamlega eyðilagt hvaða varnarmann sem er ef hann ákveður að gera það, enginn varnarmaður ræður við hann. Ástæðan fyrir því að hann fer í taugarnar á mörgum er sú að allir vita hversu góður hann er [en hann sýnir það ekki nógu oft]. Hann er einn af bestu framherjunum en hann vantar baráttuna, hungri og reiðina."

Martial er í byrjunarliði Manchester United sem heimsækir Brighton í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Síminn Sport.
Athugasemdir
banner
banner