Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. júní 2020 21:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Geir Þorsteinsson segir að mark Víkings hafi ekki átt að standa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ og áður framkvæmdastjóri sambandsins, tjáði sig á Twitter um þriðja mark Víkings R. gegn FH í gær. Geir starfar nú sem framkvæmdastjóri ÍA.

Óttar Magnús Karlsson skoraði þá úr aukaspyrnu eftir að boltastrákur var fljótur að hugsa og sendi boltann á Óttar. Markið má sjá hér að neðan.

„Óvinsælt tíst - fjallað er um sérstakt mark Víkings og skjót viðbrögð boltadrengs - MARKIÐ átti EKKI að standa - dómari átti að láta endurtaka spyrnuna - síðan annað MJÖG MIKILVÆGT - það er rangt að börn hafi hlutverk í taktík liðs á heimavelli," skrifar Geir á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner