Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2020 21:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Logi Tómasson í FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson hefur verið lánaður frá Víkingi R. til FH. Þetta staðfestir Davíð Þór Viðarsson í Pepsi Max-stúkunni rétt í þessu. Davíð segir þá að FH geti keypt Loga eftir tímabilið.

Logi er nítján ára og verður tvítugur í september. Hann hafði komið við sögu í tveimur af fyrstu þremur leikjum Víkings í Pepsi Max-deildinni.

Logi lék bæði með Víkingi og HK í yngri flokkunum og árið 2018 var hann lánaður frá Víkingi til Þróttar R. sem lék þá og leikur enn í 1. deildinni.

Hann kom við sögu í 16 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra og skoraði eitt af mörkum tímabilsins í fyrstu umferðinni gegn Val. Hann var þá í liði Víking sem varð bikarmeistari eftir sigur á FH síðasta haust.

Fyrir hjá FH er vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner