Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2020 14:30
Innkastið
„Voðalega skrýtið og eiginlega óboðlegt"
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, skaut á leikstíl KR eftir leik liðanna á Akranesi í fyrrakvöld. KR vann 2-1 en Jóhannes Karl skaut á leikstíl liðsins líkt og hann gerði einnig eftir leik í fyrra.

„Þeir héldu sama leikplani allan leikinn og dældu boltanum hátt og langt á bakverðina hjá okkur. Við leystum það að stóru leyti. Þeir ýttu Pálma [Rafni Pálmasyni] mjög framarlega og vilja bara vera í svoleiðis fótbolta; að vinna seinni boltann og fá horn- og aukaspyrnur. Þeir gerðu það virkilega vel en mér fannst við spila miklu betri fótbolta,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leik.

Ummæli Jóa Kalla voru til umræðu í Innkastinu á Fótbolta.net í gærkvöldi.

„Hann er búinn að spila fimm leiki á móti KR undanfarin tvö ár og tapa þeim öllum. Síðan er hann að setja út á leikstílinn hjá KR. Mér finnst þetta voðalega skrýtið og eiginlega óboðlegt," sagði Ingólfur SIgurðsson.

„Ef við ætlum að taka um fagurfræði og horfum á liðið hans þá hefur það ekki verið þekkt fyrir að spila brasilískan bílastæðabolta undanfarin ár. Mér finnst hann ekki vera í neinni stöðu til að gagnrýna leikstíll annara liða. Hann ætti að byrja á að vinna KR og þá getur hann mætt kokhraustur í viðtal."

Gunnar Birgisson sagði: „Ég veit ekki hvort að hann sé að reyna að afvegaleiða umræðuna. Skagamenn nýttu ekki færin og voru klaufalegir varnarlega. Þeir hefðu getað náð í stig. Í staðinn fyrir að ræða það þá erum við að ræða þetta. Kannski er hann að afvegaleiða umræðuna til að koma með blammeringar sem eiga lítinn flöt á sér."

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Óttar og vafasamur boltakrakki stálu senunni
Athugasemdir
banner
banner