Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 30. júlí 2021 19:28
Victor Pálsson
Sjáðu fáránlegt brot Soldado í æfingaleik - Óhugnanleg tækling
Roberto Soldado, leikmaður Levante, varð sér til skammar í vikunni er hann lék æfingaleik með sínu félagi.

Soldado er reynslumikinn framherji en hann á að baki yfir 650 leiki á ferlinum og hefur skorað yfir 270 mörk.

Spánverjinn er 36 ára gamall í dag en hann lék gegn sínu fyrrum félagi Villarreal þar sem hann spilaði 2015 til 2017.

Jorge Cuenca, leikmaður Villarreal, fékk að finna fyrir því í fyrri hálfleik er Soldado bauð upp á virkilega groddaralega tæklingu.

Cuenca hefði auðveldlega getað meiðst alvarlega eftir þessa tæklingu Soldado sem lét skapið hlaupa með sig í gönur.

Svona á að sjálfsögðu ekki að sjást í boltanum og hvað þá í æfingaleik.


Athugasemdir