Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 30. ágúst 2021 19:30
Fótbolti.net
Bestur í 19. umferð - Lykill í vörninni og skoraði sigurmarkið
Björn Berg Bryde (Stjarnan)
Björn Berg Bryde.
Björn Berg Bryde.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eftir erfitt tímabil er Stjörnuliðið loksins farið að sýna sitt rétta andlit en síðasta laugardag vann það 2-1 útisigur gegn Íslandsmeisturum Vals. Varnarmaðurinn Björn Berg Bryde skoraði sigurmarkið á 84. mínútu.

„Geggjaður í kvöld, skallaði og hreinsaði allt frá sem kom nálægt honum og var lykilmaðurinn í varnarleiknum. Skorar svo geggjað mark sem tryggir Stjörnumönnum stigin þrjú," skrifaði Arnar Laufdal Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu um leikinn.

Þessi 29 ára varnarmaður er leikmaður 19. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

„Magnaður í þessum leik, skoraði sigurmarkið. Eitt fyrsta sem Heimir Guðjóns talaði um í viðtali eftir leik var að hann hefði verið besti maður vallarins," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Hann var frábær og þetta var frábær sigur Stjörnunnar. Þeir ná algjörlega að stimpla sig úr fallbaráttu ef fallbaráttu skyldi kalla," sagði Ingólfur.

Valur átti mjög erfitt með að opna þétta vörn Stjörnunnar þar sem Björn Berg Bryde var ákaflega traustur. Hann skoraði svo sigurmarkið en hann er virkilega hættulegur í föstum leikatriðum og skoraði þarna annan leikinn í röð.

Stjarnan er svo gott sem búið að tryggja sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.

Leikmenn umferðarinnar:
18. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
17. umferð: Kristall Máni Ingason (Víkingur)
16. umferð: Manga Escobar (Leiknir)
15. umferð: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
14. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
13. umferð: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
12. umferð: Birkir Heimisson (Valur)
11. umferð: Beitir Ólafsson (KR)
10. umferð: Andri Yeoman (Breiðablik)
9. umferð: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
8. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
7. umferð: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Innkastið - Kraumar í Laugardal, Fylkiskrísa og Blikar óstöðvandi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner