Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 13:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Chelsea með góðan sigur í Lundúnaslag
Mynd: EPA
Chelsea 2 - 0 Fulham
1-0 Joao Pedro ('45 )
2-0 Enzo Fernandez ('56 , víti)

Chelsea og Fulham áttust við í fyrsta leik dagsins í úrvalsdeildinni.

Fulham var fyrst til að koma boltanum í netið þegar hinn 18 ára gamli Joshua King skoraði. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Rodrigo Muniz steig á Trevoh Chalobah í aðdragandanum en dómurinn var mjög umdeildur.

Það var mikið um töf í fyrri hálfleiknum en Liam Delap þurfti meðal annars að fara af velli og Tyrique George kom inn á í hans stað. Níu mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn.

Í blálok fyrri hálfleiksins skoraði Joao Pedro með skalla eftir hornspyrnu frá Enzo Fernandez og sá til þess að Chelsea var með forystuna í hálfleik.

Chelsea fékk vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik þegar Ryan Sessegnon fékk boltann í höndina. Enzo Fernandez steig á punktinn og skoraði. Chelsea komið í 2-0 forystu.

Þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma vildu leikmenn Fulham fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á Malo Gusto en ekkert dæmt.

Chelsea vann að lokum 2-0 og er komið á toppinn í bili að minnsta kosti með sjö stig eftir þrjár umferðir. Fulham er í 14. sæti með tvö stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea 3 2 1 0 7 1 +6 7
2 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
3 Tottenham 3 2 0 1 5 1 +4 6
4 Liverpool 2 2 0 0 7 4 +3 6
5 Everton 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Sunderland 3 2 0 1 5 3 +2 6
7 Bournemouth 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Nott. Forest 2 1 1 0 4 2 +2 4
9 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Leeds 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
12 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
13 Brentford 3 1 0 2 3 5 -2 3
14 Crystal Palace 2 0 2 0 1 1 0 2
15 Newcastle 3 0 2 1 2 3 -1 2
16 Fulham 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
18 Brighton 2 0 1 1 1 3 -2 1
19 Wolves 3 0 0 3 2 8 -6 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir