Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea hættir við að senda Jackson til Bayern
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enska stórveldið Chelsea er hætt við að senda senegalska framherjann Nicolas Jackson til Þýskalandsmeistara FC Bayern á lánssamningi.

Þessi ákvörðun er tekin eftir að Liam Delap meiddist í sigri Chelsea gegn Fulham í dag.

   30.08.2025 14:42
Mikið áfall fyrir Chelsea - Delap líklega frá næstu vikurrnar


Delap verður líklegast frá næstu vikurnar og vantar Enzo Maresca, þjálfara Chelsea, því annan framherja í hópinn.

Í stað þess að stökkva á markaðinn á lokadögum félagaskiptagluggans ætlar Chelsea að nýta sér Jackson til að veita Joao Pedro samkeppni um framherjastöðuna.

Bayern var búið að ná samkomulagi við Chelsea um 13 milljón punda lánssamning með kaupmöguleika.

Sky Sports greinir frá þessu. Ákvörðunin var tekin eftir fund á milli stjórnar Chelsea og Maresca.

Jackson er staddur í München þessa stundina en mun snúa beint aftur til London fyrir landsleikjahlé.

Jackson skrifaði undir nýjan langtímasamning við Chelsea í fyrra sem gildir til sumarsins 2033, eða næstu átta árin.

   30.08.2025 12:00
Nicolas Jackson á leið til Bayern

Athugasemdir
banner