Sky Sports greinir frá því að Chelsea sé búið að leggja fram 40 milljón evru tilboð fyrir sóknartengiliðinn Fermín López hjá Barcelona.
Chelsea er að bíða eftir svari en Fabrizio Romano greinir frá því að Barca hafi ekki áhuga á að selja leikmanninn. Romano hefur áður greint frá áhuga Chelsea á López.
Hann segir þó frá því að Börsungar ætli ekki að neyða leikmanninn til að vera áfram hjá félaginu. Ef López vill reyna fyrir sér í enska boltanum, þá mun hann fá leyfi til þess - fyrir rétt kaupverð.
Talið er að Barca vilji fá um 70 milljónir evra fyrir leikmanninn sinn.
López er 22 ára gamall og á fjögur ár eftir af samningi. Hann kom að 18 mörkum í 46 leikjum á síðustu leiktíð og spilaði fyrstu A-landsleiki sína fyrir Spán í fyrra.
Athugasemdir