Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 14:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísak Snær á skotskónum - Sigur hjá Hólmberti
Mynd: Lyngby
Ísak Snær Þorvaldsson er að spila virkilega vel hjá Lyngby en hann var á skotskónum í dag.

Ísak kom Lyngby yfir gegn Middelfart í næst efstu deild í Danmörku. Lyngby náði tveggja marka forystu stuttu síðar. Ísak var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.

Þá var staðan 2-0 en Middelfart komst til baka og lokatölur urðu 2-2. Ísak hefur skorað fimm mörk í átta leikjum í deildinni. Lyngby er með 12 stig í 4. sæti eftir átta umferðir.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á 72. mínútu hjá Gwangju FC í Suður Kóreu þegar liðið heimsótti Jeju. Gwangju vann leikinn 1-0 en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótatíma.

Gwangju er með 38 stig eftir 28 umferðir í 6. sæti.
Athugasemdir
banner