Hollenski sóknarleikmaðurinn Cody Gakpo er búinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool.
Hann átti þrjú ár eftir af gamla samningi sínum við félagið en Englandsmeistararnir vildu verðlauna hann fyrir frábæra frammistöðu hjá félaginu með nýjum samningi.
Gakpo er 26 ára gamall en ekki er greint frá því hversu langan samning hann gerir við stórveldið.
„Það er frábær tilfinning að framlengja samninginn við þetta fallega fótboltafélag. Ég er mjög þakklátur og get vonandi endurlaunað félaginu með fleiri fallegum stundum," sagði Gakpo við undirskriftina.
„Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Fjölskyldu minni líður mjög vel hérna og það er stór partur af þessari ákvörðun. Ég er virkilega þakklátur fyrir að vera hérna."
“Hopefully I can give back many more beautiful moments” ?? pic.twitter.com/72pqusbRXC
— Liverpool FC (@LFC) August 30, 2025
Athugasemdir