Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Garnacho kominn til Chelsea (Staðfest)
Mynd: Chelsea Twitter
Chelsea er búið að staðfesta félagaskipti Alejandro Garnacho frá Manchester United.

Chelsea borgar 40 milljónir punda til að kaupa kantmanninn efnilega og gerir hann sjö ára samning, sem gildir til sumarsins 2032. Man Utd heldur einnig 10% af hagnaðinum á næstu sölu ef leikmaðurinn verður seldur frá Chelsea.

Chelsea er núna búið að kaupa leikmenn fyrir um 300 milljónir punda í sumar en félagið hefur einnig selt menn fyrir rúmlega 300 milljónir og er því í gróða sem stendur.

Garnacho er 21 árs gamall og segist vera ánægður með að ganga til liðs við „besta félagslið heims". Chelsea vann HM félagsliða í sumar og er því heimsmeistari félagsliða næstu fjögur árin.

   28.08.2025 22:23
Chelsea og Man Utd ná samkomulagi um Garnacho



Athugasemdir