Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 17:16
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Hörmuleg byrjun Atlético heldur áfram
Mynd: EPA
Alavés 1 - 1 Atlético Madrid
0-1 Giuliano Simeone ('7)
1-1 Carlos Vicente ('13, víti)

Fyrsta leik dagsins er lokið í efstu deild spænska boltans þar sem lærisveinar Diego Simeone í liði Atlético Madrid misstigu sig á útivelli gegn Alavés.

Atlético var talsvert sterkara liðið í dag og tók forystuna snemma leiks, en heimamenn jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu. Giuliano Simeone, sonur þjálfarans, skoraði fyrir Atlético en Carlos Vicente jafnaði sex mínútum síðar.

Heimamenn í liði Alavés ógnuðu lítið sem ekkert í leiknum á meðan Atlético fór illa með færin sín.

Það var ekkert meira skorað svo lokatölur urðu 1-1 og heldur slæm byrjun Atlético áfram.

Atlético er aðeins með tvö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju tímabili. Alavés er með fjögur stig.

Svona slakt gengi er ekki í boði undir stjórn Simeone. Atlético hefur verið þriðja besta lið spænska boltans undir hans stjórn í næstum því 15 ár.
Athugasemdir
banner