Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Wolves með samkomulag við Genk
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Wolves hafa náð samkomulagi við belgíska stórveldið Genk um kaup á framherjanum Tolu Arokodare.

Arokodare var markahæstur í belgísku deildinni á síðustu leiktíð með 17 mörk í 30 leikjum, en hann er nýlega búinn að ryðja sér leið inn í nígeríska landsliðið.

Úlfarnir greiða um 23 milljónir punda (27 milljónir evra) fyrir framherjann.

Arokodare er ekki hugsaður sem arftaki fyrir Jörgen Strand Larsen, heldur vilja Úlfarnir halda Norðmanninum og gefa honum meiri samkeppni.

Newcastle United hefur verið að reyna að kaupa Larsen síðustu daga en Úlfarnir höfnuðu 60 milljón punda tilboði.

Arokodare er því á leið í læknisskoðun hjá Wolves.

   29.08.2025 09:00
Úlfarnir bjóða í markahæsta leikmann belgíska boltans

Athugasemdir
banner