Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 16:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Fernandes kom Man Utd til bjargar á ögurstundu - Grealish lagði upp tvö mörk
Mynd: EPA
Mynd: Everton
Manchester United er í miklum vandræðum í upphafi tímabilsins en liðið vann dramatískan sigur gegn nýliðum Burnley á Old Trafford í dag.

Man Utd komst yfir eftir tæplega hálftíma leik. Casemiro átti skalla í slá og Josh Cullen varð fyrir því óláni að fá boltann í sig og þaðan fór hann í netið.

Lyle Foster jafnaði metin snemma í seinni hálfleik eftir fyrirgjöf frá Jacob Bruun Larsen. Strax í kjölfarið kom Bryan Mbeumo Man Utd yfir.

Eftir rúmlega klukkutíma leik jafnaði Jaidon Anthony metin fyrir Burnley eftir klafs inn á teignum. Í uppbótatíma fékk Man Utd vítaspyrnu.

Bruno Fernandes steig á punktinn, Martin Dubravka, markvörður Burnley, valdi rétt horn en skot Fernandes gott og boltinn í netinu.

Jack Grealish byrjar mjög vel í búningi Everton en hann lagði upp tvö mörk í sigri liðsin gegn Wolves. Tottenham sá ekki til sólar þegar Bournemouth kom í heimsókn.

Bournemouth var mun sterkari aðilinn og vann sanngjarnan sigur.

Það var spennandi leikur þegar Brentford heimsótti Sunderland. Kevin Schade klikkaði á víti fyrir Brentford en Igor Thiiago kom liðinu yfir þegar tæplega stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Stuttu síðar fékk Sunderland vítaspyrnu og Enzo Le Fee steig á punktinn og skoraði. Sunderland menn voru ekki hættir því Wilson Isidor tryggði Sunderland sigurinn þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Granit Xhaka í blálokin.

Sunderland 2 - 1 Brentford
0-0 Kevin Schade ('59 , Misnotað víti)
0-1 Igor Thiago ('77 )
1-1 Enzo Le Fee ('82 , víti)
2-1 Wilson Isidor ('90 )

Manchester Utd 3 - 2 Burnley
1-0 Joshua Cullen ('27 , sjálfsmark)
1-1 Lyle Foster ('55 )
2-1 Bryan Mbeumo ('57 )
2-2 Jaidon Anthony ('66 )
3-2 Bruno Fernandes ('90 , víti)

Tottenham 0 - 1 Bournemouth
0-1 Evanilson ('5 )

Wolves 2 - 3 Everton
0-1 Beto ('7 )
1-1 Hee-Chan Hwang ('21 )
1-2 Iliman Ndiaye ('33 )
1-3 Kiernan Dewsbury-Hall ('55 )
2-3 Rodrigo Gomes ('79 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea 3 2 1 0 7 1 +6 7
2 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
3 Tottenham 3 2 0 1 5 1 +4 6
4 Liverpool 2 2 0 0 7 4 +3 6
5 Everton 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Sunderland 3 2 0 1 5 3 +2 6
7 Bournemouth 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Nott. Forest 2 1 1 0 4 2 +2 4
9 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Leeds 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
12 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
13 Brentford 3 1 0 2 3 5 -2 3
14 Crystal Palace 2 0 2 0 1 1 0 2
15 Newcastle 3 0 2 1 2 3 -1 2
16 Fulham 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
18 Brighton 2 0 1 1 1 3 -2 1
19 Wolves 3 0 0 3 2 8 -6 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir