Vetrarfærð er um suðvestanvert landið og um nær allt land er ýmist hálka, snjóþekja eða éljagangur á vegum. Það er þó aldrei ófært fyrir slúðurpakkann en BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.
Manchester United og Newcastle fylgjast náið með Elliot Anderson (22), miðjumanni Nottingham Forest. Forest vill fá milli 100 og 120 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Florian Plettenberg)
Barcelona leiðir kapphlaupið um enska framherjann Mason Greenwood (24) en Tottenham og West Ham hafa einnig áhuga. (TeamTalk)
Jobe Bellingham (20) hefur engan áhuga á að ganga í raðir Manchester United sem hefur skoðað möguleika á að fá enska miðjumanninn lánaðan frá Borussia Dortmund. (Mirror)
Manchester United mun ekki samþykkja beiðnir frá miðjumanninum Kobbie Mainoo (20) og framherjanum Joshua Zirkzee (24) ef þeir biðja um að fá að fara í janúar. (Sun)
Manchester United hefur gefið Napoli grænt ljós á að nýta sér klásúlu um að kaupa danska sóknarmanninn Rasmus Höjlund (22) í janúar. (Mirror)
West Ham hefur gert brasilíska varnarmanninn Alexsandro (26) hjá Lille að sínu helsta skotmarki fyrir janúargluggann. Hann er metinn á 26 milljónir punda. (ESPN Mexíkó)
Vinicius Jr (25) skpðar það alvarlega að yfirgefa Real Madrid eftir að hafa lýst yfir pirringi út í stjórann Xabi Alonso sem tók brasilíska framherjann af velli seint í sigrinum gegn Barcelona. (AS)
Juventus hefur rætt við Luciano Spalletti (66), fyrrum stjóra Napoli og ítalska landsliðsins, um að taka við af Igor Tudor sem var rekinn. (Gianluca di Marzio)
Tottenham, Arsenal og Newcastle eru að fylgjast með spænska sóknarmanninum Samu Aghehowa (21) hjá Porto. (Fichajes)
Athugasemdir


