Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. nóvember 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
Hallbera: Gaman að fara í svona úrslitaleiki
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum alveg með nógu mikið af gæðum í okkar liði tel ég, þannig að við eigum að geta klárað þennan leik," segir landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Twitter síðu KSÍ um leikinn gegn Ungverjum á morgun.

Um er að ræða síðasta leik Íslands í undankeppni EM í Englandi. Ísland vann Slóvakíu 3-1 í síðustu viku eftir að hafa lent 1-0 undir og Hallbera vonast eftir betri frammistöðu á morgun.

„Auðvitað þurfum við að vera fókuseraðari en í síðasta leik. Við vorum ekki á tánum þar og þá refsa þessi lið okkur. Ef við mætum með hausinn í lagi þá eigum við að geta klárað þetta," sagði Hallbera en hún var ánægð með síðari hálfleikinn gegn Slóvakíu.

„Það var mjög gott að klára þennan leik svona sannfærandi. Fyrri hálfleikurinn var lélegur og það var rosalega gott að koma sannfærandi í seinni hálfleik og ganga frá þeim 3-1."

Ísland mun enda í 2. sæti riðilsins en sigur á morgun gæti tryggt beint sæti á EM þar sem þau þrjú lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti fara beint á EM.

„Það er gaman að fara í svona úrslitaleiki. Við vitum að við þurfum að vinna þennan leik ef við ætlum að reyna að koma okkur beint á EM. Þetta verður vonandi skemmtilegur dagur og við ætlum að enda hann á sigri," sagði Hallbera.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner