Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 30. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Versta byrjun Arsenal síðan 1981
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði 2-1 gegn Wolves á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og hefur þar með tapað þremur leikjum í röð á Emirates leikvanginum.

Arsenal er með 13 stig eftir 10 leiki sem er versta byrjun félagsins síðan árið 1981.

Ár er síðan Unai Emery var rekinn úr stjórastöðunni eftir vonda byrjun á síðasta tímabili. Mikel Arteta, núverandi stjóri Arsenal, segist ekki hafa áhyggjur af stöðu sinni.

„Daginn sem ég ákvað að gerast þjálfari vissi ég að ég myndi verða rekinn eða fara frá félaginu en ég veit ekki hvenær það gerist," sagði Arteta eftir leikinn í gær.

„Í þessum geira veit ég að það mun gerast en ég hef aldrei áhyggjur af því. Eina áhyggjuefni mitt er að ná því besta út úr leikmönnum og gera mitt besta fyrir félagið."
Athugasemdir
banner
banner
banner