Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 30. nóvember 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Dagný hrósar Sveindísi - „Hún er ótrúlega hæfileikarík"
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham og íslenska landsliðsins, telur að Sveindís Jane Jónsdóttir eigi eftir að ná langt á ferlinum ef hún heldur rétt á spilunum.

Dagný hefur spilað 96 landsleiki fyrir hönd Íslands á meðan Sveindís hefur spilað 12 landsleiki og gert 5 mörk.

Vísir.is skrifaði um fjölskyldutengsl þeirra í september á síðasta ári en föðurafi Sveindísar og langamma Dagnýar í móðurætt tilheyrðu stórum systkinahópi frá Vorsabæ í Austur-Landeyjum.

Sveindís er á mála hjá Wolfsburg en var á láni hjá sænska liðinu Kristianstad síðasta tímabili. Dagný telur að hún geti náð afar langt á ferlinum.

„Það er búið að vera mjög skemmtilegt. Ég byrjaði að fylgjast með henni þegar hún var í yngri landsliðum og fyrstu skref í meistaraflokki. Hún er ótrúlega hæfileikarík," sagði Dagný.

„Hún hefur náð langt hingað til en hún getur náð eins og langt og hún vill ef hún hugsar vel um sig og er heppin með meiðsli. Hún getur náð langt ef hún vill það," sagði hún ennfremur um Sveindísi.
Dagný: Meiðsli og barnsburður hafa seinkað þessu aðeins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner