Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. nóvember 2021 14:23
Elvar Geir Magnússon
Litli Mbappe fær landsliðskall - Fann upp fagn stóra bróðurs
Ethan Mbappe skrifaði í sumar undir samning til 2024.
Ethan Mbappe skrifaði í sumar undir samning til 2024.
Mynd: PSG
Mbappe bræðurnir á verðlaunahátíð 2019.
Mbappe bræðurnir á verðlaunahátíð 2019.
Mynd: EPA
Ethan Mbappe, yngri bróðir Kylian Mbappe, hefur verið valinn til æfinga með U16 landsliði Frakklands. Ethan er hjá Paris Saint-Germain eins og stóri bróðir og verður fimmtán ára í lok árs.

Þeir bræður eru talsvert ólíkir. Ethan er örvfættur miðjumaður með góða sendingagetu og útsjónarsemi. Hann er þó ekki með sama sprengikraft og Kylian.

Kylian kallar Ethan stundum 'Ethaninho' þar sem hann er feikilega öflugur í að rekja boltann.



Þess má geta að Ethan fann upp á frægasta fagni Kylian Mbappe sem renndi sér á hnjánum með krosslagðar hendur eftir að hafa skorað gegn Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2016-17.

Það hefur orðið að einkennisfagni Kylian Mbappe og aðrir íþróttamenn hafa hermt eftir því. En upphaflega var það Ethan sem fann það upp og tók fagnið fyrst þegar þeir bræður voru að keppa í Playstation tölvuspili. Kylian ákvað að fara með fagnið á talsvert stærra svið.
Athugasemdir
banner