Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. nóvember 2021 12:36
Elvar Geir Magnússon
Stefnir í tómar stúkur í Þýskalandi að nýju
Tómar stúkur á Allianz Arena.
Tómar stúkur á Allianz Arena.
Mynd: EPA
Bayern München býr sig undir að spila næstu heimaleiki án áhorfenda á Allianz Arena en Þýskaland bregst við omíkron-afbrigði Covid-19.

Hætt hefur verið við alla jólamarkaði í Bæjaralandi en þeir eru feikilega vinsælir og hafa laðað að sér fjölmarga ferðamenn. Nú er fótboltinn á leið aftur bak við luktar dyr.

Leikur Bayern gegn Barcelona í Meistaradeildinni næsta miðvikudag verður leikinn án áhorfenda.

Þýskalandsmeistararnir mæta Dortmund í stórleik um komandi helgi en þar hefur áhorfendabann ekki tekið gildi, ekki enn allavega. Þeir fá Börsunga svo í heimsókn. Eftir að kemur svo heimaleikur gegn Mainz í deildinni en sá leikur verður væntanlega líka áhorfendalaus.

Ríkisstjórn Þýskalands er að funda um næstu skref en forsætisráðherra Bæjaralands, Markus Soder, hefur þegar tekið ákvörðun og segir enga skynsemi að spila með áhorfendum á næstunni.

Hann segir að þó áhorfendabann yrði ekki sett í landinu þá myndi bann gilda í Bæjaralandi. Þrjú félög í Bundesligunni eru í Bæjaralandi, auk Bayern eru það Augsburg og Greuther Furth.

Víða um Evrópu hafa hertari samkomutakmarkanir tekið gildi. Þar á meðal í Sviss og einnig í Austurríki þar sem West Ham mætti Rapid Vín fyrir framan tómar stúkur í síðustu vikur. Allir leikir í Hollandi eru spilaðir án áhorfenda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner