Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 30. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Knattspyrnusambandið búið að semja við FootoVision
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslensku karla- og kvennalandsliðin munu nýta sér hugbúnað frá fyrirtækinu FootoVision næsta árið eftir að hafa fengið hugbúnaðinn til reynslu um mitt ár 2021.


Knattspyrnusambandið er búið að gera samning við FootoVision sem gildir út næsta ár. Hugbúnaður FootoVision verður notaður fyrir gagnasöfnun og leikgreiningu í tengslum við leiki landsliða Íslands.

Af vef KSÍ:
KSÍ hefur markvisst verið að taka skref í því að þróa og styrkja tölfræðilega þáttinn í umgjörð landsliða og er samningurinn við FootoVision hluti af þeirri vegferð. FootoVision skilar nákvæmum tölfræðigögnum í yfir 900 mælieiningum (KPI´s) um frammistöðu liðs og leikmanna (leikfræðilegur og líkamlegur hluti leiks) með sjálfvirkri greiningu á myndbandsupptökum úr leikjum. Skýrslurnar nýtast bæði við greiningu á mótherjum og á eigin liði.


Athugasemdir
banner
banner
banner