Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mið 30. nóvember 2022 20:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Mac Allister skoraði sitt fyrsta landsliðsmark
Mac Allister fagnaði af mikilli innlifun
Mac Allister fagnaði af mikilli innlifun
Mynd: EPA

Eftir markalausan fyrri hálfleik voru Argentínumenn ekki lengi að ná forystunni í þeim síðari gegn Póllandi.


Það var enginn annar en Alexis Mac Allister leikmaður Brighton sem skoraði. Þetta er fyrsta mark hans fyrri Argentínu, hann valdi svo sannarlega góðan tíma.

Hann fékk fyrirgjöf frá Molina og tók viðstöðulaust skot í fjærhornið og skoraði framhjá Szczesny sem var búinn að eiga frábæran leik í rammanum hjá Póllandi.

Mexíkó er komið með tveggja marka forystu en þarf að skora tvö mörk til viðbótar til að fara í 2. sætið upp fyrir Pólland.


Athugasemdir
banner