Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   fim 30. nóvember 2023 19:12
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Evrópu: Níu breytingar hjá Klopp
Mohamed Salah er í liði Liverpool
Mohamed Salah er í liði Liverpool
Mynd: EPA
Fjölmargir leikir eru spilaðir í bæði Evrópu- og Sambandsdeildinni klukkan 20:00 í kvöld.

Liverpool og LASK Linz eigast við á Anfield í leik þar sem heimamenn geta tryggt farseðilinn í næstu umfeðr.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir níu breytingar á liði sínu. Mohamed Salah, Ryan Gravenberch og Luis Díaz byrja allir. Liverpool er á toppnum í E-riðli með 9 stig.

Byrjunarlið Liverpool gegn LASK Linz: Kelleher; Gomez, Quansah, Konate, Tsimikas; Endo, Gravenberch, Elliott; Diaz, Salah, Gakpo

Kristian Nökkvi Hlynsson er á bekknum hjá Ajax sem mætir Marseille í A-riðli. Valgeir Lunddal Friðriksson er áfram meiddur og því ekki með Häcken gegn Bayer Leverkusen í kvöld.

Aston Villa mætir Legia Varsjá í mikilvægum leik í E-riðli Sambandsdeildarinnar. Ollie Watkins, besti framherji Villa, er ekki í hóp. Jhon Duran byrjar. Aston Villa getur unnið riðilinn svo lengi sem liðið vinnur með tveimur mörkum eða meira.

Byrjunarlið Aston Villa: Olsen, Cash, Konsa, Lenglet, Moreno, Kamara, Luiz, Tielemens, McGinn, Duran, Diaby.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner