Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
   fim 30. nóvember 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höskuldur um agabannið: Vil meina að þetta hafi verið óþægilegast fyrir mig
Höskuldur í leik með Blikum 2016.
Höskuldur í leik með Blikum 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson fór í viðtali í Gula spjaldinu yfir agabannið sem hann og Damir Muminovic voru settir í haustið 2016 hjá Breiðabliki.

Í viðtalinu svipti hann hulunni af því að Höskuldur Gunnlaugsson hefði í raun einnig verið í agabanni en hefði sloppið við allt umtal þar sem hann skoraði í leiknum þar sem leikmennirnir tóku út sína refsingu - sem var að byrja leikinn á bekknum.

Höskuldur sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær og var hann spurður hvernig hann horfir til baka á þetta allt saman.

„Ég var að vonast til að þetta væri ekki að dúkka upp hérna 6-7 árum seinna, en það er bara gaman af þessu. Ég vil meina að þetta hafi verið óþægilegast fyrir mig, að sleppa einhvern veginn við þetta en samt ekki," sagði Höskuldur.

„Þetta er bara skemmtileg og fyndin minning í dag. Það er gaman að Gísli skyldi rífa þetta upp aftur," bætti fyrirliðinn við.

Höskuldur er þegar þessi frétt er birt að hefja leik með Breiðabliki gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner