Telegraph segir að Manchester United sé með símann á lofti að skoða möguleika á því að fá inn miðjumann á lánssamningi í dag, í ljósi frétta af Christian Eriksen sem verður lengi frá.
Sagt er að United hafi boðist tækifæri til að fá Yannick Carrasco frá Atletico Madrid en líklegra er talið að belgíski landsliðsmaðurinn færi sig um set næsta sumar og gangi þá í raðir Barcelona.
Barcelona er með forkaupsrétt á Carrasco, sem félagið fékk þegar Memphis Depay var seldur til Atletico. Forkaupsrétturinn er sagður vera í kringum 20 milljónir evra og ætti að verða virkur í sumar.
Sagt er að United hafi boðist tækifæri til að fá Yannick Carrasco frá Atletico Madrid en líklegra er talið að belgíski landsliðsmaðurinn færi sig um set næsta sumar og gangi þá í raðir Barcelona.
Barcelona er með forkaupsrétt á Carrasco, sem félagið fékk þegar Memphis Depay var seldur til Atletico. Forkaupsrétturinn er sagður vera í kringum 20 milljónir evra og ætti að verða virkur í sumar.
Erik ten Hag hefur efasemdir um að fá Carrasco. United er búið að hafa samband við ýmis félög í Evrópu og er að skoða stöðuna.
Sagt er að United hafi haft samband við Atletico, Barcelona, Real Madrid og Paris Saint-Germain en það ekki skilað árangri til þessa.
Athugasemdir