Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. mars 2020 20:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FIFA kemur félögum til bjargar
Mynd: Getty Images
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, ætlar að aðstoða knattspyrnufélög og deildir í heiminum að komast í gegnum afleiðingarnar sem kórónaveirufaraldurinn mun hafa á fjárhag félaga um allan heim.

Reuters fréttastofan greinir frá því að FIFA sé að útbúa svokallaða Marshall-áætlun sem svipar til þeirrar sem Bandaríkin veitti löndum í Evrópu í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar.

FIFA á um 2,7 milljarða bandaríkjadala en óvíst er hversu mikið fjármagn sambandið er reiðubúið að leggja til í þessa björgunaraðgerð.

„Það er skylda okkar sem sambands að hjálpa til. Það er ljóst að í heiminum munu stórir hópar fólks sem tengjast fótbolta standa eftir í miklum fjárhagsðerfiðleikum," segir talsmaður FIFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner