Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 31. mars 2021 23:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta eru hræðileg úrslit fyrir Ísland"
Icelandair
Mynd: Getty Images
Það voru óvænt úrslit í riðli okkar Íslendinga í undankeppni HM í kvöld þegar Norður-Makedónía gerði sér lítið fyrir og skellti Þjóðverjum á útivelli.

Armenía er á toppnum í riðlinum eftir þrjá leiki með fullt hús stiga, meðal annars eftir sigra gegn Íslandi og Rúmeníu.

„Þetta er bara ótrúlegt, er þetta örugglega rétt?" sagði Arnar Gunnlaugsson, fyrrum landsliðsmaður og þjálfari Víkings, á RÚV í kvöld.

„Þetta eru hræðileg úrslit fyrir Ísland. Maður var að vonast til þess að Þjóðverjar myndu vinna alla sína leiki og að við myndum laumast í annað sæti," sagði Arnar jafnframt.

Ísland á þrjá heimaleiki í riðlinum í september gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Þar verðum við að taka minnst sex stig.

Staðan í riðlinum:
1. Armenía 9 stig
2. Norður-Makedónía 6 stig
3. Þýskaland 6 stig
4. Rúmenía 3 stig
5. Ísland 3 stig
6. Liechtenstein 0 stig
Athugasemdir
banner
banner