Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gjáin að aukast en „toppliðin sex geta öll orðið Íslandsmeistari"
Stjarnan vann KR 3-0 í æfingaleik í síðustu viku.
Stjarnan vann KR 3-0 í æfingaleik í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í gær var rætt um það að gjáin í Pepsi Max-deild karla væri að aukast. Það er að segja að sex sterkustu lið deildarinnar væru að skilja hin sex liðin eftir.

Elvar Geir, Tómas Þór og Benedikt Bóas ræddu helstu tíðindi vikunnar úr íslenska fótboltanum í gær.

Talað hefur verið um að deildin í sumar verði tvískipt, að KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Valur og Víkingur R. verði í efri hlutanum, og að hin liðin séu á pari við sterkustu liðin í Lengjudeildinni. „KA er það lið sem kannski getur verið hvað næst," sagði Tómas Þór.

„Þessi topp sex lið geta öll orðið Íslandsmeistari," sagði Elvar og undir það tekur Tómas. „Ekki spurning. Ef við miðum við 90 mínútur í æfingaleik í Vesturbæ að Stjarnan sem mér hefur fundist fjarlæga þetta mest, þeir litu mjög vel út."

„Það var mikið spennandi við Stjörnuna í þessum leik gegn KR. Ég var ánægður með það því ég var ekki sérstaklega spenntur fyrir Stjörnunni," sagði Elvar, en Stjarnan vann KR 3-0 í síðustu viku.

Umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan, en hún byrjar eftir um 36 mínútur.
Pepsi Max hringborð - Umræður eftir æfingaleikjaviku
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner