Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Birkir Valur Jónsson (HK)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson
Axel Óskar Andrésson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Valur Jónsson er varnarmaður sem getur leyst bæði stöðu miðvarðar og hægri bakvarðar. Birkir kom fyrst við sögu í liði HK sumarið 2015 og var orðinn lykilmaður í liðinu sumarið eftir.

Birkir hefur leikið 94 mótsleiki með HK og skorað fimm mörk, hann á auk þess að baki 27 yngri landsliðs leiki. Birkir sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Birkir Valur Jónsson

Gælunafn: Er stundum kallaður Skrímsli í klefanum eftir að ég mætti þreyttur á einhverja morgunæfinguna fyrir 2-3 árum annars ekkert. Get ekki sagt að ég sé mjög hrifinn af þessu gælunafni

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2015 á móti KA í Inkasso

Uppáhalds drykkur: Pepsi max

Uppáhalds matsölustaður: Haninn

Hvernig bíl áttu: Keyri um á Volkswagen UP hák

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders

Uppáhalds tónlistarmaður: Iann Dior og Juice WRLD

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr er sterkur á twitch þessa dagana

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Mars, daim og lúxusídýfu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Ætlar þú að heiðra móður þína og föður með nærveru þinni?” – mútta

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hef aldrei kunnað vel við mig í Þorpinu

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Lítill naggur sem heitir Marcus Edwards í u-17 liði Englands á Norðulandamótinu 2014. Töpuðum leiknum 5-0, hann setti þrennu og fór helvíti illa með mig.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þjálfarateymið núna, Brynjar Björn og Viktor Bjarki eru báðir mjög flottir. Ég ætla að segja Reynir Leósson líka því hann gaf mér mikið traust og kom mér almennilega inn í meistaraflokksboltann

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Jóhann Helgi Hannesson eftir að hann braut í mér tennur í leik 2017

Sætasti sigurinn: Verð að setja leikinn við ÍR í Kórnum þegar við tryggðum okkur upp í Pepsi deildina

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki klárað neinn af þessum úrslitaleikjum í yngri flokkunum, okkur tókst að tapa 4-5 úrslitaleikjum.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki einn fíkil úr Víkingsliðinu annað hvort Loga Tómasson eða Erling Agnarsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Leifur Andri Leifsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sigurður Hrannar Björnsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það eru nú flestir í sambandi í liðinu en Matti Ragg liðsstjóri er alltaf öflugur

Uppáhalds staður á Íslandi: Hamraborgin

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Leikur við Aftureldingu í þriðja flokki. Ég og Axel Óskar Andrésson leikmaður Aftureldingar vorum búnir að vera að æsa aðeins í hver öðrum. Hann er síðan að taka aukaspyrnu og ég stend í veggnum, hann skorar, hleypur að mér blikkar mig, slær mig í rassinn og hleypur síðan að fagna. Þetta var líklega aðeins skemmtilegra fyrir hann akkúrat þá en gaman að þessu eftir á.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Rúlla aðeins í gegnum símann og stilli síðan vekjaraklukku

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með nokkuð vel með NBA
og NFL

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Vaporum

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ensku og dönsku

Vandræðalegasta augnablik: Fyrsti meistaraflokksleikurinn var ekki spes, kom inn í byrjunarliðið 10 mínútum fyrir leik vegna meiðsla í upphitun. Átti skelfilegan leik, fékk á mig víti, gaf mark og leyfði Juraj Grizelj að leika sér að mér.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki með mér 2 hundgamla skrokka en ungar sálir, Ásgeir Börk og Birni Snæ. Svo tæki ég Adam Pálsson líka, fínt að hafa einn gáfaðan sem myndi örugglega halda okkur á lífi.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Valgeir Valgeirsson, það sást strax hversu góður hann er en það kom mér á óvart hvað hann var fljótur að stimpla sig inn með góðum frammistöðum.

Hverju laugstu síðast: Sagði Jóni Degi að hann liti vel út eftir að hann skafaði sig sköllóttann

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Byrja daginn á því að hringja í Svein Aron og taka aðeins stöðuna á honum í einangruninni á Ítalíu. Síðan er það bara nokkuð klassískt, æfi fljótega eftir hádegi og restin af deginum fer í COD eða netflix.

Þú getur keypt Birki í Draumaliðsdeild Eyjabita - Smelltu hér til að taka þátt!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner