Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mögulega mega 20 þúsund mæta á bikarúrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Stefnt er að því að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað þann 17. júní. Þá verður leikið fyrir luktum dyrum og mögulega fara einhverjir leikir fram á hlutlausum völlum.

Dagsetningar þeirra sjö leikja sem eftir eru í ensku bikarkeppninni verða ákveðnar á föstudaginn næsta.

Samkvæmt heimildum Mirror er vonast til þess að tuttugu þúsund áhorfendur geti mætt og stutt sitt lið í úrslitaleiknum. Það fer eftir stöðu smita á Englandi þegar styttist í leikinn.

Starfsmenn við Wembley segja að hægt væri að stjórna flæði stuðningsmanna á svæðinu sem myndi gera þessa hugmynd mögulega. 1. ágúst er dagsetningin sem stefnt er á að úrslitaleikurinn fari fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner