Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Puel: Saliba getur farið beint inn í byrjunarliðið hjá Arsenal
Mynd: Arsenal
Mynd: Getty Images
Franski þjálfarinn Claude Puel telur hinn efnilega William Saliba vera tilbúinn til að taka stóra stökkið en hann gengur í raðir Arsenal fyrir næstu leiktíð.

Puel þjálfar Saliba hjá AS Saint-Etienne en hann tók við starfinu eftir að hafa verið við stjórnvölinn hjá Southampton og Leicester í þrjú ár.

Arsenal festi kaup á Saliba í fyrra en lánaði hann aftur til Saint-Etienne svo hann gæti öðlast meiri reynslu fyrir félagaskiptin. Saliba átti nítján ára afmæli í mars og þykir meðal efnilegustu varnarmanna Frakklands. Hann á 22 leiki að baki fyrir yngri landsliðin.

„Hann er tilbúinn. William er stórkostlegur ungur leikmaður sem er mjög þroskaður bæði innan og utan vallar. Þetta er leikmaður sem er með hressan persónuleika og góða nærveru. Við munum sakna hans en ég tel þetta vera rétta skrefið fyrir hann á þessum tímapunkti," sagði Puel.

„Arsenal hefur verið að leita að góðum miðverði í langan tíma og ég held að William sé rétti maðurinn í starfið. Hann getur farið beint inn í byrjunarliðið hjá Arsenal."

Arsenal borgaði 30 milljónir evra til að tryggja sér undirskrift Saliba sem mun væntanlega leysa David Luiz af hólmi. Ólíklegt er að hinn 33 ára gamli Luiz fái nýjan samning hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner