Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   mið 31. maí 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Sevilla og Roma: Bono hetjan
Bono með gullið
Bono með gullið
Mynd: EPA

Sevilla vann Evrópudeildina í sjöunda sinn þegar liðið lagði Roma í vítaspyrnukeppni í kvöld.


Bono markvörður Sevilla varði tvær vítaspyrnur og var valinn maður leiksins hjá 90min.com. Hann fékk átta í einkunn rétt eins og reynsluboltinn Jesus Navas og Suso sem kom inn á í hálfleik.

Gonzalo Montiel kom einnig inn á í leiknum en hann skoraði úr síðustu spyrnunni í vítaspyrnukeppninni, rétt eins og hann gerði með argentíska landsliðinu í úrslitaleiknum á HM í Katar.

Smalling og Ibanez voru sterkir í vörninni hjá Roma rétt eins og Rui Patricio markvörður. Allir fengu þeir sjö í einkunn eins og Paulo Dybala markaskorari liðsins.

Sevilla: GK: Bono (8); RB: Navas (8), CB: Bade (7), CB: Gudelj (7), LB: Telles (7); CM: Fernando (6), CM: Rakitic (6); RM: Ocampos (7), AM: Torres (5), LM: Gil (5); ST: En-Nesyri (6)

Varamenn: Lamela (6), Suso (8), Rekik (6), Montiel (6)

Roma: GK: Patricio (7); CB: Mancini (6), CB: Smalling (7), CB: Ibanez (7); RM: Celik (6), CM: Cristante (6), CM: Matic (6), LM: Spinazzola (6); AM: Dybala (7), AM: Pellegrini (6); ST: Abraham (6)

Varamenn: Wijnaldum (5), Belotti (6), Zalewski (6), Llorente (5), El Shaarawy (6)


Athugasemdir
banner
banner
banner